Fimmtudagur 24. október, 2024
4.3 C
Reykjavik

Linda Pé opnar sig um ástina og aldursmuninn: „Búin að æfa mig í að dæma minna og elska meira“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fegurðardrottningin og lífstílsþjálfinn Linda Pétursdóttir opnar sig um samband sitt við kærastann, hinn spænska Jamie og aldursmuninn á þeim, í nýjum hlaðvarpsþætti.

„Mig langar að koma aðeins inn á það hvernig ég hef til dæmis unnið með mitt ástarsamband og sambandið við kærastann minn,“ segir Linda í byrjun nýjasta hlaðvarpsþáttar síns, Podcast með Lindu Pé en þátturinn ber heitið Ástin og aldursmunur. Og hún heldur áfram: „Hann er úr öðrum menningarheimi, hann er suðrænn Spánverji og svo er hann töluvert yngri en ég. Við erum ólík, mjög ólíkar týpur en það hefur bara verið, hvað á ég að segja? Blossinn hjá okkur, til að láta ástina okkar að blómstra, við leyfum hvort öðru bara að vera nákvæmlega eins og við erum og svo komum við bara saman. Við hugsum um þetta, hann sem einstakling, mig sem einstakling og svo sambandið okkar í rauninni sem annan einstakling og reynum að næra það þannig.“

Linda segist hafa ákveðið það frá upphafi að hún myndi vinna með huga sinn, enda sé það einmitt það sem hún kenni. Ákvað hún að þegar hún myndi horfða á hann, að hugsa fallegar hugsanir um hann. „Mér fannst það sérstaklega mikilvægt, því við erum svo ólík og það er aldursmunur á okkur, að vera meðvituð um þetta. Að fara inn í sambandið með opinn huga, fordómalaus eins og ég mögulega get. Ég er búin að æfa mig í því og æfa mig í að dæma minna og elska meira.“

Segir Linda að það fylgi ýmsar áskoranir að vera í sambandi með einhverjum sem er svona ólíkur manni en líka gjafir. „En við höfum gefið hvort öðru rými til að vera nákvæmlega eins og við erum“.

Síðar í þættinum ræðir Linda um aldursfordóma sem hún segir vera í samfélaginu. „Ég hef til dæmis alveg upplifað það núna að það hefur komið í fjölmiðlum fyrirsagnir eins og „Linda og ungir kærastinn“, eins og það sé sérstaklega áhugavert að ég eigi yngri kærasta en mér finnst svo gott að koma inn á þetta því í gegnum tíðina hef ég yfirleitt verið með mönnum sem eru eldri en ég og jafnvel þó nokkuð eldri en ég. Þetta er svona í fyrsta skipti sem ég á yngri kærasta og ég svo sannarlega féll ekki fyrir honum út af aldrinum hans, við urðum bara einfaldlega ástfangin og aldurinn er ekki eitthvað sem ég læt stoppa mig í að lifa mínu drauma lífi. Ég get til dæmis tekið dæmi, bara með barnsföður minn. Ég get alveg sagt það hér að barnsfaðir minn er til dæmis 14 árum eldri en ég en það hefur aldrei verið skrifað „Linda og gamli barnsfaðir hennar“ eða Linda og gamli kærastinn“. Segir hún nýja kærastann vera 14 árum yngri og að þessi dæmi sem hún hafi gefið, sýni fordóma, sérstaklega gagnvart konum sem eiga yngri menn.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -