Nýr fylgjandi bættist í hópinn hjá listamanninum Vigni Daða Valtýssyni á Istagram í gær en var það enginn annar er Kanye West.
Vignir segir að Kanye sé honum fyrirmynd og hafi verið í mörg ár.
Kanye West, sem er einn þekktasti listamaður heims er að fylgja fjögur þúsund manns á Instagram. Fylgendur Kanye eru tæplega níu milljónir manna.
Listamaðurinn sjálfur hefur nýlega byrjað að fylgja ýmsum af sínum fylgjendum sem eru með svarta mynd á prófílnum sínum. En þessu greina erlendir fjölmiðlar frá. Vignir er einn þeirra.
„Ég var ekkert að senda neitt á hann eða neitt og hélt aldrei að hann væri að fara að fylgja mér. Þetta kom bara upp úr þurru. Allt í einu byrjaði síminn að titra hjá mér,“ sagði Vignir í samtali við Vísi.
Vignir segir símann sinn ekki hafa hætt að titra síðan Kanye fylgdi honum. Þá eru það bæði nýjir fylgendur og skilboð og símtöl frá vinum hans,
„Síminn bara hefur ekki hætt að titra síðan hann fylgdi mér.“