Söngkonan Lizzo gaf út yfirlýsingu eftir ákæru um margvísleg brot í starfi og óviðeigandi hegðun gegn starfsfólki sínu. Hún segir sögurnar ósannar og er í uppnámi yfir ásökunum.
„Þessir síðustu dagar hafa verið hræðilega erfiðir og mikil vonbrigði. Siðferði mitt og hegðun í starfi hefur vegið dregið í efa. Ég hef verið dæmd harkalega. Vanalega svara ég ekki fölsum ásökunum en þessar eru of fáranlegar til þess að gera það ekki. Þessar ýktu sögur eru frá fyrrum starfsfólki sem hefur nú þegar viðurkennt opinberlega að þeim hafi verið sagt að hegðun þeirra á tónleikaferðalaginu væri óviðeigandi og ófagmannleg.“
„Ég er ekki að byðja um að litið sé á mig sem fórnalamb en ég veit að ég er ekki illmenni eins og hefur verið gefið í skyn í fjölmiðlum síðustu daga. Ég er mjög opin með kynhneigð mína en ég get ekki samþykkt að það sé notað til þess að láta mig líta út fyrir að vera einhver annar en ég er. Það er ekkert sem ég tek meira alvarlega en virðingin sem við konur eigum skilið. Ég veit hvernig það er að vera fitusmánaður daglega og myndi ekki undir nokkrum kringumstæðum dæma eða segja starfsmanni upp vegna þyngdar hans.“
„Sem listamaður hef ég alltaf haft mikinn eldmóð fyrir því sem ég geri. Ég tek tónlistinni og sviðsflutningnum alvarlega því hún er eina leiðin til þess að koma listinini minni. Stundum þarf ég að taka erfiðar ákvarðanir en það er aldrei ætlun mín að láta öðrum líða óþægilega eða eins og ég kunni ekki að meta starfsfólkið mitt. „
„Ég er sár en ég læt þetta ekki skyggja á allt það góða sem ég hef gert. Ég vil þakka öllum sem hafa sett sig í samband við mig og sýnt mér stuðning á þessum erfiðu tímum.“