Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.4 C
Reykjavik

Lofar að taka forsetaembættið alvarlega: „Það verður gert að gamni sínu en það verður ekki sprell“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Forsetaframbjóðandinn Jón Gnarr lofar léttu gríni engu sprelli, komist hann á Bessastaði.

Mismunandi aðferðum er beitt í kosningabaráttu forsetaframbjóðendanna eins og gengur og gerist. Flestir þeirra reyna að ná til Íslendinga með því að klæðast ullarpeysum og birta myndskeið af sér í sveitinni eða á ferð um landið en Jón Gnarr beitir einnig nokkru sem aðrir hafa ekki gert hingað til, húmor.

Í nýju myndskeiði sem Jón birti á samfélagsmiðlunum talar hann með mjórri röddu og talar til kjósenda. „Það hafa mörg haft áhyggjur af því að í starfi mínu sem forseti, þá verði ég með tómt sprell. Það stendur ekki til,“ segir Jón og heldur áfram: „Þegar ég verð orðinn forseti, verð á Bessastöðum, þá mun ég tala þar allt með minni eðlilegu röddu, ég mun ekki breyta rödd minni eins og ég er að gera á þann hátt núna. Þetta er sprell. Bessastaðir, ekkert sprell. Þá hættir þetta.“

Jón segist því næst vera sérstaklega að tala við „gamla fólkið, sem hefur ekki gaman af sprelli, sem vill meira svona alvöru.“ Og bætti svo við: „En það verður samt allt á léttum nótum, það verður svona gert að gamni sínu en það verður ekki sprell. Og ekki, Guð forði mér frá því, nokkur einasti fíflagangur. Það verður slegið á létta trengi, ég mun brosa í kampinn. Kjósið Jón Gnarr á Bessastaði. Ekkert sprell, bara Jón.“

Hér fyrir neðan má sjá hið kostulega myndband:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -