Logi Bergmann fjölmiðlamaður vantar aðeins eitt mark frá Senegal í leik sem nú stendur yfir á móti Englandi í 16 liða úrslitum HM, svo hann vinni dágóða upphæð.
Logi Bergmann skrifaði rétt í þessu færslu á Twitter. Þar segir hann að hann þurfi aðeins eitt mark frá Senegal á móti Englandi en leikurinn stendur yfir í augnablikinu en England er að vinna 3-0 er þetta er ritað og 25 mínútur eftir.
Logi veðjaði 5 evrum á þrjá leiki í veðbanka á netinu. Veðjaði hann að Holland myndi vinna sinn leik og að bæði lið skoruðu og að Argentína ynni sinn leik og bæði lið skora. Þá veðjaði hann á að England ynni Senegal og að bæði lið skoruðu mark. Fyrri tveir leikirnir fóru eins og Logi vonaði en nú þarf andstæðingurinn að skora svo hann vinni dágóða upphæð. Mun Logi vinna 70.000 krónur skori Senegal í leiknum.
Senegalska liðið náði ekki að skora gegn sterku liði Englendinga og mun því Logi ekki vinna 70.000 krónur.
Sjá einnig: Logi Bergmann farinn í „frí“ – „Ég hef verið betri“
Fréttin var uppfærð eftir leikinn