Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Loksins fær heimurinn að vita nafn dóttur Ed Sheeran – Heitir eftir plánetu í Vetrarbrautinni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ed Sheeran hefur loksins sagt heiminum hvað yngri dóttir hans heitir, næstum því ári eftir fæðingu hennar.

Ein skærasta stjarna veraldar, Ed Sheeran eignaðist aðra dóttur fyrir 10 mánuðum síðan með eiginkonu sinni, Cherry Seaborn. En það var ekki fyrr en núna sem heimurinn fær að vita nafn seinni dótturinnar. Nafnið er Jupiter en fyrir áttu þau systurina Lyra Antarctica Seaborn Sheeran, sem er tveggja ára.

Frá þessu segir E News! en þar kemur fram að fréttin af nafni dótturinnar komi nokkrum vikum eftir að Ed sagði frá því að eiginkona hans, Cherry, hafi greinst með krabbameinsæxli er hún bar Jupiter undir belti, æxli sem ekki var hægt að fjarlægja fyrr en eftir barnsburðinn. Í viðtali við Rolling Stone tónlistarblaðið sagði söngvarinn að þau Cherry hefðu íhugað að koma Jupiter fyrr í heiminn en áætlað var en á endanum hafi hún þó gengið með stúlkuna heila meðgöngu. Cherry gekkst svo undir vel heppnaða skurðaðgerð í júní 2022.

„Það er ekkert sem þú getur gert við þessu,“ rifjaði Ed upp í viðtalinu. „Þú ert svo hjálparlaus.“

Þetta tímabil í lífi Ed versnaði enn er besti vinur hans, Jamal Edwards lést í febrúar 2022, aðeins 31 árs gamall. Sama mánuð þurfti söngvarinn að fara fyrir dóm vegna ásökunar um lagastuld vegna slagarans Shape of You sem hann gaf út árið 2017. Þrátt fyrir að hann vann málið, versnaði andleg heilsa hans til muna, vegna alls sem á undan hafði gengið.

„Ég spíralaðist í gegnum ótta, þunglyndi og kvíða,“ sagði söngvarinn í tilkynningu 1. mars. „Mér leið eins og ég væri að drukkna, með hausinn undir yfirborðinu, horfandi upp án þess að geta komist á yfirborðið til að anda.“

- Auglýsing -

Ed miðlaði þessari tilfinningu inn á væntanlega plötu sína sem ber heitið – (borið fram Substract). Plötuna kallar hann „dagbókarfærslu“ um reynslu sína á þessum erfiðu tímum og bætir við að verkið sé hans berskjaldaðasta hingað til.

„Sem listamanni fannst mér ég ekki á trúverðugan hátt geta sett verk í heiminn sem sýndi ekki nákvæmlega hvar ég er og hvernig ég þarf að tjá mig á þessum tímapunkti í lífi mínu,“ útskýrði Ed. „Þessi plata er nákvæmlega það. Hún opnar fallhurð inn í sálu mína. Í fyrsta skipti er ég ekki að gera plötu sem ég held að fólk mun líka við. Ég er einfaldlega að gera eitthvað sem er heiðarlegt og satt um það hvar ég er staddur í mínu fullorðinslífi.“

Platan – (Subtract) kemur út á streymisveitur 5. maí næstkomandi.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -