Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.4 C
Reykjavik

Louis Gossett Jr. er látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hinn afkastamikli bandaríski leikari Louis Gossett Jr. er látinn, 87 ára að aldri. Lést hann í Santa Monica í Kaliforníu.

Louis var ákaflega afkastamikill leikari en árið 1983 hlaut hann Óskarsverðlaunin fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni An Officer and a Gentlemen en með því varð hann fyrsti svarti maðurinn til að hlauta þau verðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki. Þá hlaut hann Emmy-verðlaun fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Roots en alls hlaut hann sjö aðrar Emmy tilnefningar en þá síðustu árið 2020 fyrir hlutverk sitt í þáttunum Watchmen.

Louis var með eindæmum afkastamikill leikari en á ferlinum lék hann í á þriðja hundrað kvikmynda og sjónvarpsþátta, auk þess sem hann lék á sviði. Hvorki meira né minna en 12 kvikmyndir eru væntanlegar með honum á næstunni en þær eru annað hvort nýkláraðar eða í þróun.

Gos­set læt­ur eft­ir sig tvo upp­komna syni og nokk­ur barna­börn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -