LXS hópurinn hefur fengið nóg af snjónum í bili en þær flugu til Las Palmas á Kanarí í gær. Hópinn skipa áhrifavaldarnir Birgitta Líf Björnsdóttir, Sunneva Einarsdóttir, Ína María Norðfjörð og Kristín Pétursdóttir. Dansarinn Ástrós Traustadóttir hefur einnig verið partur af hópnum en hún eignaðist nýverið sitt fyrsta barn.

Ferðin er í samstarfi við Heimsferðir en merkja þær ferðaskrifstofuna á flestum myndum sem hafa birst frá ferðinni. Vinkonurnar voru allar í stíl og klæddust svörtum hettupeysum en aftan á bakinu stóð: „Raunveruleiki leiðinlegasta fólks sem þú þekkir.“ Þá má ætla að hópurinn sé að gera grín að gagnrýni sem Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifaði um þættina í september í fyrra.

Ekki liggur fyrir hvort hópurinn sé við tökur á annarri seríu LXS raunveruleikaþáttanna en virðast þær svo sannarlega njóta sín í eyjunni fögru.

