Rokkhundurinn Magni Ásgeirsson er kominn með glænýtt útlit.
Söngvarinn Magni okkar Ásgeirsson skartar nú glænýju útliti og er ekki annað hægt að segja að það fari honum stórvel. Ekki er þetta í fyrsta skipti sem Magni hefur breytt um útlit en þegar hann tryllti lýðinn á skólaböllum á Austurlandi á síðustu öld með hljómsveitinni Shape, skartaði hann síðu svörtu hári en rétt fyrir aldarmótin gekk hann til liðs við popphljómsveitina Á móti sól, þar sem hann var búinn að láta lokkana fjúka fyrir glæsilegum skalla. Nokkru síðar bættist svo við snyrtilegt skegg og nú, árið 2025 birtist hann með gleraugu og rokkar það útlit ansi vel.
Magni birti ljósmyndir af nýja lúkkinu á Facebook og skrifaði eftirfarandi texta með:
„Það er þetta með “ betra er seint en aldrei”. Ég hef alltaf verið með sjónskekkju, var með gleraugu sem barn, týndi þeim um 14 àra aldur og pældi ekkert meira í því Ákvað loksins að gera eh í þessu og pantiði tíma hérna á Akureyri hjá Ester í Auglit. Skemmst frà því að segja að hún og hennar fólk eru æðisleg og nú sé ég enn betur hvað Eyrún Huld er gordjöss! Takk fyrir hjálpina – verslið í heimabyggð.“
Hér má svo sjá herlegheitin:
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2025/02/Magni-768x1024.jpg)
Ljósmynd: Facebook