- Auglýsing -
Margrét Rán, söngkona í hljómsveitinni Vök á von á sínu fyrsta barni með kærustu sinni, Bryndísi Hrönn í maí á næsta ári.
Bryndís Hrönn tilkynnti þessar gleðifréttir á Instagram í dag með ljósmynd af þeim kærustunum haldandi á sónarmynd af krílinu. Skrifaði hún við myndina: „Lítil maístjarna væntanleg 2023.“
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2022/12/Magga-og-Bibba.jpg)
Ljósmynd: Instagram-skjáskot
Margrét og Bryndís hafa verið saman síðan 2017 en þær búa saman í Hafnarfirði.
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2022/12/Bibba-og-Magga.jpg)
Ljósmynd: Instagram-skjáskot
Mannlíf óskar þessu glæsilega pari innilega til hamingju með krílið!