Mánudagur 13. janúar, 2025
2.2 C
Reykjavik

Martin Lawrence með nýjar upplýsingar um líðan Jamie Foxx: „Ég bið fyrir honum á hverri nóttu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mannlíf sagði frá því fyrir rúmri viku að leikarinn og söngvarinn Jamie Foxx, 55 ára,  hefði verið fluttur á sjúkrahús vegna óskilgreindra skyndiveikinda. Vinur hans, grínistinn Martin Lawrence tjáði sig í gær um líðan Foxx.

E News! hefur eftir Lawrence að Foxx sé allur að koma til. „Ég heyri að hann er orðinn betri. Ég bið fyrir honum á hverri nóttu og bara vona það besta fyrir hann, einn sá besti sem við eigum í Hollywood. Ekki bara einn besti skemmtikrafturinn, heldur einnig góð manneskja.“

Í kjölfar sjúkrahúslegunnar fékk Óskarsverðlaunahafinn Foxx, holskeflu af baráttu- og stuðningskveðjum frá vinum og þekktum einstaklingum, meðal annars frá Kerry Wasthington sem lék með honum í kvikmyndunum Ray og Django Unchained. „Þakklætisfærsla fyrir @iamjamiefoxx. Sendi þér alla mína ást og bænir, minn kvikmyndaeiginmaður,“ skrifaði leikkonan og birti ljósmynd af þeim saman.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -