Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.3 C
Reykjavik

Martröð fjölskyldu sem varar við hóteli: „Fríið okkar var eyðilagt. Þetta var skelfilegt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjölskyldufrí breskrar fjölskyldu breyttist í martröð er þau dvöldu á hótelinu Lydia Mari‘s á Grikklandi í júlí síðastliðnum. Hótelið hefur neitað þeim um bætur og er fjölskyldan ævareið vegna málsins. Breski miðillinn Mirror fjallaði um málið en fjölskyldan greiddi tæplega fjögur þúsund pund fyrir dvölina sem var alls ellefu nætur. „Fríið okkar var eyðilagt. Þetta var skelfilegt. Ég hef áður stoppað við á tveggja stjörnu hótelum sem voru betri en þetta. Það eru ekki einu sinni peningarnir sem við erum að pæla í, það er sú staðreynd að við höfum ekki einu sinni fengið afsökunarbeiðni og þau hafa ekki skoðað málið,“ sagði móðirin Kimberley Tooth sem lenti í hremmingunum.  Hún segir að þau hafi fengið kaldan morgunverð fyrsta daginn sem hafi átt að vera heitur. Þau hafi ekki kippt sér upp við það en þegar þau sneru aftur um kvöldmatarleytið hafi þau fengið hráan kjúkling. Þau kvörtuðu og töluðu við kokkinn sem hafi tjáð þeim að kjúklingurinn „ætti að vera svona“.

Hrátt kjöt úr matsalnum

Þegar komið var upp á hótelherbergi síðar um kvöldið hafi þau fundið fljúgandi maura um allt. Kimberley hafi þá  brugðið mikið þegar hún varð vör við margfætlu skríða yfir andlit dóttur sinnar um miðja nótt. Þegar þau kvörtuðu var þeim tjáð að engin herbergi væru laus svo að það væri ekki möguleiki að flytja þau annað. Afgreiðslustúlkan hafi þó boðið þeim að láta eitra fyrir skordýrunum.

Margfætlan var ekki velkomin

Kvöldið eftir segir Kimberley að dauð skordýr hafi verið um allt herbergi. Sextán ára dóttir hennar hafi ekki getað sofið og ítrekað lentu þau í því að fá hrátt kjöt í kvöldmatinn. Þegar heim var komið leið tæpur mánuður þar til fjölskyldunni barst loksins tölvupóstur frá ferðaskrifstofunni en í honum stóð: „Ég sé að þér voru boðin úrræði sem þú hafnaðir. Að þessu sinni munum við ekki geta boðið neinar bætur. Þakka þér fyrir álit þitt“. Ekki liggur fyrir hvort fjölskyldan ætli að leita til lögfræðings vegna málsins en eru þau í hið minnsta verulega ósátt með dvölina í Grikklandi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -