Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-7.8 C
Reykjavik

Matthew Perry opnar sig um drykkju og lyfjavanda sinn í Friends: „Við vitum að þú ert að drekka“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Matthew Perry sem lék hinn drepfyndna Chandler í hinum vinsælu gamanþáttum Friends, hefur nú opnað sig um áfengisvanda sinn. Í væntanlegu viðtali við Diane Sawyer hjá ABC News, segir hann meðal annars frá því hver það var af „vinunum“ sem gekk á hann með þennan vanda. Kallaði hann það „óhugnanlegt“

Í klippu frá viðtali Diane Sawyer við hinn 53 ára Matthew Perry, sem birtst í heild sinni á næstu dögum, segir Perry að það hafi verið Jennifer Aniston sem rétti honum hvað mest hjálparhönd þegar hann missti tökin á drykkju sinni. Sagðist hann einnig hafa tekið inn Methadone, Xanax og drukkið vodka á hverjum degi auk 55 Vicodin á dag. Hann sagði að Aniston hefði sagt við hann „við vitum að þú ert að drekka“.

„Já. Ímyndaðu þér hversu óhugnanlegt augnablik það var. Hún er sú sem hjálpaði mér mest. Ég er mjög þakkátur henni fyrir það,“ sagði Perry í viðtalinu.

Í fyrra sagði Aniston í viðtali að hún skyldi ekki þá „sjálfspyntingu“ sem Perry gekk í gegnum er þau léku í Friends.

„Ég skildi ekki hversu mikill kvíði og sjálfspíning Matthew gekk í gegnum þegar hann fékk fólk ekki til að hlæja og hversu hræðilega honum leið,“ sagði Aniston í viðtali við Today.
„En þetta hljómar mjög rökrétt.“

Í viðtali Sawyer við Perry, sem fer í loftið þann 28 október næstkomandi hjá ABC, segir Perry einnig að hann hefði „farið í dá og rétt svo lifði af.“ Tilefni viðtalsins er sjálfsævisaga Perry sem kemur út 1. nóvember en hún ber heitið Friends, Lovers and the Big Terrible Thing.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -