Miðvikudagur 4. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Midnight Librarian með nýtt LIVE tónlistarmyndand: „Við lögðum mjög mikla vinnu í myndbandið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hin bráðskemmtilega Suðurnesjaband, Midnight Librarian var að gefa út LIVE tónlistarmyndband fyrir lagið In My Lane.

Sjá einnig: Glæný smáskífa með Suðurnesjabandinu Midnight Librarian: „Okkur langar að fara spila meira live“

Hljómsveitina skipa þeir Þorsteinn Helgi Kristjánsson söngvari, Diljá Pétursdóttir, söngkona, Atli Reynir Baldursson, gítarleikari, Arnar Ingólfsson sem spilar á gítar og Talkbox, Haukur Arnórsson hljómborðs og píanóleikari, Jón Böðvarsson saxafónleikari, trymbillinn Þórarinn Þeyr Rúnarsson og Atli Marcher Pálsson sem fantast á bassanum. Í nýja myndbandinu eru þó ýmsir aðrir listamenn sem leggja þeim lið en í bakröddum eru þær Sara Rós Hulda Róbertsdóttir og Anya Shaddock. Þá leikur Sólrún Svava Kjartansdóttir á fiðlu, Hafrún Birna Björndsdóttir leikur á víólu, Arnar Geir Halldórsson leikur á Selló og á þverflautu leikur hún Karen Jóna Steinarsdóttir. Á myndavélunum voru þau Dagmar Lilja Ö. Stephensen og Ásgeir Sverrisson Olsen. Viktor Atli Gunnarsson sá um hljóðblöndun og myndavél.

Í samtali við Mannlíf sagði Arnar gítarleikari hljómsveitarinnar að þeir séu ánægðir með útkomuna: „Við lögðum mjög mikla vinnu í myndbandið og erum rosalega ánægðir með útkomuna.“

Hér má sjá myndbandið stórgóða:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -