Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Misheppnaður ræningi æddi inn í byssubúð: Fékk í sig 23 byssukúlur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þann þriðja febrúar 1990 var maður að nafni David Zaback á ferð í bænum Renton Highlands, nærri Seattle-borg í Washington ríki. David vantaði pening og þar sem að hann átti skammbyssu og datt ekkert annað í hug, ákvað hann að ræna verslun. Hann hafði aldrei áður framið slíkan glæp og því ekkert sérstaklega vel undirbúinn og ekki hjálpaði að hann virtist vera nokkuð tómur í hausnum.

Hann ákvað sem sagt að ræna H&J Leather & Firearms Ltd. en það er byssubúð. Í Ameríku. Til þess að komast í verslunina þurfti hann að sveigja framhjá lögreglubíl sem var lagt fyrir utan verslunina. Inni í versluninni stóð lögreglumaðurinn sem lagt hafði bílnum fyrir utan, við afgreiðsluborðið með kaffibolla í hönd og var að spjalla við verslunareigandann. Þeir tveir voru ekki þeir einu sem í búðinni voru, langt í frá. Hún var troðfull af viðskiptavinum. Sem voru að kaupa byssur. David Zaback mætti á svæðið, kallaði yfir hópinn að hann ætlaði að ræna verslunina og skaut nokkrum skotum upp í loftið. Lögreglumaðurinn svaraði um hæl með skotum en það gerði búðareigandinn einnig. Já og flestir kúnnarnir líka. Þegar að búið var að rannsaka vettvanginn fundust 47 tóm skothylki en í David fundust 23 skotsár sem hann fékk úr 7 mismunandi byssum. David Zaback steinlét lífið sem sagt.

HEIMSKast er hlaðvarpsþáttur á vegum Mannlífs þar sem Adam David Wheeler og Björgvin Gunnarsson fara yfir heimskulegustu dauðdaga heims en af nógu er að taka. Vinirnir ræða einnig eigin heimsku og segja nokkrar vel valdar sögur af heimskupörum sínum í gegnum tíðina. Einnig má finna hlaðvarpið inni á Spotify.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -