Það verður mikið um að vera í Stykkishólmi daganna 6. – 8. júní en þá verður þungarokkhátíðin SÁTAN haldin. Meðal hljómsveita sem spila á hátíðinni eru Misþyrming, HAM, Sólstarfir og I Adapt ásamt mörgum til viðbótar.
Hljómsveitin Misþyrming hefur í áratug verið ein af mest spennandi rokkhljómsveitum landsins en hún hefur gefið út fjórar plötur á þeim tíma, sem allar hafa hlotið góða dóma og aflað þeim mikilli vinsælda um heim allan. Helst er hægt nefna lögin Orgia og Hælið af plötunni Algleymi en samanlagt hafa þessi tvö lög fengið tæpar tvær milljónir spilana á streymisveitunni Spotify. Þá hefur lagið Blóðhefnd, sem er að finna á nýjustu plötu sveitarinnar, vakið mikla lukku hjá þungarokksaðdáendum