Sunnudagur 17. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Móðir þýsk-íslenska keppandans segir Isaac spenntan en rólegan: „Áhugi hans á Íslandi hefur vaxið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Móðir hins hálf íslenska Isaac Guderian, sem keppir fyrir hönd Þýskalands í úrslitum Eurovision söngvakeppninnar í kvöld, segir son sinn taka keppninni með ró, í samtali við Mannlíf.

Elísabet Guderian, móðir Isaacs, sem stígur á Eurovisionsviðið fyrir hönd Þýskalands í kvöld segir fjölskylduna spennta fyrir kvöldinu. „Jú auðvitað erum við spennt en samt afslöppuð og Ísaak líka,“ segir Elísabet í skriflegu svari til Mannlífs, aðspurð um spennustigið. Og hún heldur áfram: „Hann tekur þessu með ró og segist ætla að gera sitt allra besta. Hann er nú búinn að æfa þetta margoft á sviðinu.“

Að sögn Elísabetar er Isaac ekki með mikil tengls við Ísland en þó hafi áhugi hans á landinu vaxið undanfarið.

„Ísaak hefur ekki sterk tengsl við Ísland. Hann ólst upp í Þýskalandi.Hann var ekki oft á Íslandi, en undanfarið hefur áhugi hans á Íslandi vaxið.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -