Sunnudagur 22. desember, 2024
-4.3 C
Reykjavik

MOMENT á Menningarnótt: „Góðir gestir! Festið sætisbeltin og reimið dansskónna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Á Menningarnótt umbreytist Klappastígur í undurfagra dansveröld töfra, lita og hugljómunar. Stórfenglegt augnablik sem fangar huga og hjörtu ungra sem aldinna, viðburður sem fagnar tónlist, tjáningu og tjúlluðum töktum.

Það er nánast ómögulegt að hugsa sér Menningarnótt án dynjandi takts og dansstuðsins sem fylgir DJ Margeiri á Menningarnótt. En nú verður þetta enn stærra og betra því Margeir hefur fengið Icelandair í lið með sér, sem gerir honum kleift að fljúga hærra en nokkru sinni fyrr með viðburðinum MOMENT.

Með Margeiri fylgja alltaf mergjaðir tónlistarmenn en undanfarin ár hafa GusGus, Kiasmos, Unnsteinn Manúel, DJ Yamaho, Páll Óskar og enn fleiri snillingar hjálpað til við að halda uppi stemningunni. Þessi viðburður er orðinn að föstum sessi í Menningarnótt, upplifunin orðið meiri og umgjörðin stærri með hverju árinu. Taktfastur og linnulaus dansinn undir handleiðslu Margeirs verður stórfenglegri en nokkru sinni fyrr.

Engu verður til sparað við að skapa nýja og glæsilega leikmynd – með hjálp Krassasig og Luxor – hljóð & ljós. Hálfgerður ævintýraheimur þar sem gleði, heilun og tónlist sameinast í einu allsherjar dansmaraþoni.

„Það gleður mig að fá að borðinu jafn öflugan og metnaðarfullan styrktaraðila og Icelandair. Þau hafa í gegnum tíðina stutt dyggilega við bakið á íslenskri tónlist og menningu. Það er því við hæfi á 10 ára afmæli viðburðarins að við sameinum krafta okkar sem aldrei fyrr. Góðir gestir! Festið sætisbeltin og reimið dansskónna. Þetta verður magnað móment og sameinuð tökum við á loft og fljúgum enn hærra en áður.“
Segir Margeir Steinar Ingólfsson, DJ Margeir

„Margeir hefur náð að skapa sér stóran sess á Menningarnótt með þessum frábæra viðburði, og við erum afar stolt og ánægð að taka þátt. MOMENT á Menningarnótt endurspeglar gildi Icelandair og gaman að sjá fólk á öllum aldri koma saman í æðislegri stemningu og búa til frábærar minningar. Við hvetjum fólk til að mæta og taka þátt í upplifuninni með okkur.“
Segir Oddur Finnson, markaðsstjóri heimamarkaðar Icelandair.

Dagskráin byrjar á Jógatíma með Tómasi Oddi frá Yoga Shala um kl 14:00, sem brýst síðan út í hálfgert dansmaraþon sem endar svo með flugeldasýningu rétt eftir kl. 23:00.

Þessi upplifun er fyrir alla aldurshópa, frítt inn og ekki í boði að láta sig vanta, sjáumst þar!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -