Tónlistarmaðurinn Haukur Viðar Alfreðsson, oft nefndur Haukur Morðingi vegna veru hans í hljómsveitinni Morðingjarnir, glímir við músavanda á heimilinu.
Eins og gefur að skilja að þá er það barátta sem er frekar leiðinleg og segist Haukur að hafa eytt yfir hundrað þúsund krónum til að leysa vandamálið og sjái fram á að þurfa eyða svipaðri upphæð til viðbótar til gera heimilið „músaheldara“
Mýs sökka. Búinn að eyða svona 100 klukkutímum og 100.000+ krónum síðustu 10 daga í að eltast við mýs sem ákváðu að búa inni í veggjunum mínum. Það mun síðan kosta mig annan 100.000 kall (ef ég verð mjög heppinn) að gera húsið músaheldara. Andskotans drasl. Bú á mýs!
— Haukur Viðar (@hvalfredsson) July 2, 2023
Ásmundur Sveinsson segist hafa lent í sömu leiðindum og hann Haukur og segir að köttur hafi leyst hans vandamál.
Stóð í þessu í marga mánuði. Eftir allt of mikinn tíma og peninga þá fengum við okkur kött. Vandamálið leystist á mettíma og hefur ekki orðið vart við á ný í 4 ár.
— Ásmundur Sveinsson (@asi_disko) July 3, 2023
Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á lagið Passa Sig með Morðingjunum