Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Mr. Treeger í Friends er látinn: „Við erum eyðilögð yfir andláti hans“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Aðdáendur gamanþáttanna Friends og Somebody Somewhere eru sorgmæddir um þessar mundir því ástsæll leikari úr þáttunum er látinn.

Mike Hagerty, sem lék húsvörðinn Mr. Treeger í Friends, lést í Los Angeles í fyrradag, 67 ára að aldri. Ekki hefur dánarorsökin verið kunngjörð enn sem komið er.

Það var leikkonan og grínistinn Bridget Everett sem tilkynnti sorgarfréttirnar á fallegan hátt á Instagram í gær. Bridget leikur dóttir Mike í þáttum sem hafa slegið í gegn undanfarið, en þeir heita Somebody Somewhere. Færsla hennar á Instagram:

„Með sorg í hjarta, tilkynnti fjölskylda Michael G. Hagerty andlát hans í gær. Hornsteinninn í lífi þessa ástsæla karakterleikara var ást hans á fjölskyldu sinni og heimabæ, Chicago. Mike, sem var dyggur eiginmaður, lætur eftir sig eiginkonuna Mary Kathryn, systur hans Mary Ann Hagerty, eiginkonu hennar, Kathleen O´Rourke og dóttur þeirra Meg. Hans verður sárt saknað.“

Þá deildi hún þó nokkrum ljósmyndum af þeim saman. „Ég elskaði Mike um leið og ég hitti hann fyrst. Hann var svo sérstakur. Hlýr, fyndinn, áleitt engann ókunnugann. Við erum eyðilögð yfir andláti hans. Allir leikarar og starfsmenn í Somebody Somewhere elskuðu Mike. Hugur okkar er með eiginkonu hans og fjölskyldu.“

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -