Myndband sem fær svitann til að leka af lofthræddum hefur heldur betur slegið í gegn á samfélagsmiðlum en því hefur verið endurdeilt á Twitter yfir þrjúþúsund sinnum.
Myndbandið er frá árinu 1929 en það sýnir byggingaverkamennina sem byggðu Chrystler-skýjakljúfinn í Manhattan, New York, athafna sig á vinnupöllum og járnbitum í hæstu hæðum hinnar hálfkláruðu byggingar. Enginn þeirra er með öryggisbelti eða línur og virðast bara hæstánægðir með lífið, ef svo má að orði komast.
Hér fyrir neðan má sjá myndbandið en vissara er að vara lofthrædda við, þetta er skelfilegt.
Workers at the Chrysler building, 1929 pic.twitter.com/purIe5Zaer
— OddIy Terrifying (@OTerrifying) March 28, 2023