Föstudagur 21. febrúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Myrkvi gefur út þriðju breiðskífu sína – Vonast til þess að slá vopnin úr höndum tímans

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarmaðurinn Myrkvi gefur út þriðju breiðskífu sína á morgun en nafn hennar er Rykfall.

Rykfall, þriðja breiðskífa Myrkva, er afrakstur margra ára vinnu. Hún er sjálfstæðasta verk listamannsins til þessa en nánast hvert smáatriði plötunnar er spilað eða útsett af honum. Samkvæmt fréttatilkynningu var markmiðið að skapa eitthvað sem gæti staðist tímans tönn.

Platan fjallar um að leggja allt undir og eltast við draum. Hún hefst á slíkri yfirlýsingu og hápunkti þess frelsis, sem einnig veitir rými til þess að horfa yfir farinn veg. En nýjum raunveruleika fylgja óhjákvæmilega erfiðleikar og með tímanum seytla inn efasemdir um hvort draumurinn sé að nálgast, sem splundrar sjálfsmyndinni. Eftir sitja biturt bragðið og spurningin um hvort byrja eigi upp á nýtt eða segja þetta gott.

En af hverju heitir platan Rykfall?

Nafnið Rykfall er kaldhæðinn spádómur fyrir verkið og lýsir í senn meginþemanu: jafnvæginu milli bjartsýni og vonbrigða. Með því að storka örlögunum á þennan hátt, vonast Myrkvi til þess að slá vopnin úr höndum tímans, því það má finna fegurð í týndum perlum, jafnvel þó þær safni ryki.

Upplýsingar um plötuna:

- Auglýsing -

Lög og textar: Magnús Örn Thorlacius – Upptökur og hljóðblöndun: Arnar Guðjónsson – Hljómjöfnun: Sigurdór Guðmundsson – Ljósmynd: Freydís Halldórsdóttir – Útgáfa: Baggabotn

Magnús sá um flutning á öllum söng, gítar og fiðlu, hljómborði að undanskildum tveimur lögum, sumu slagverki, og bassa í lögum 5 og 9. Aðrar laglínur voru samdar og útsettar af honum. – Arnar Guðjónsson spilaði á megnið af bassa og slagverki, ásamt sellói sem hann útsetti fyrir lög 2 og 10. – Arnór Sigurðarson spilaði og aðstoðaði við útsetningu á trommum. – Sigurður Thorlacius spilaði á hljómborð í lögum 3 og 8 – Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson spilaði á kontrabassa í lögum 2 og 10.

Styrkt af Tónlistarsjóði Tónlistarmiðstöðvar, Tónskáldasjóði RÚV og STEFs, Hljóðritasjóði Rannís og Upptökusjóði STEFs.

- Auglýsing -

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -