Þriðjudagur 24. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Myrkvi lítur inn á við í glænýju lagi:„Sker út hjarta og skil það eftir, eigin sjálfsmynd innantóm“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarmaðurinn Myrkvi gaf út smáskífuna Sjálfsmynd í gær. Þar lýtur hann inn á við lítur inn á við. Lagið er af breiðskífunni Rykfall sem er væntanleg á næstunni.

„Sker út hjarta og skil það eftir, eigin sjálfsmynd innantóm.“ Þannig hefst nýjasta smáskífa Myrkva en í viðlögunum dregur ský frá sólu, því jafnvel þó lífið sé ósanngjarnt, þá er það nú alveg ágætt. „Þó ekkert gangi og ég sé ástfanginn, þrátt fyrir stressið og mína bresti.“

Myrkvi er listamannsnafn Magnúsar Thorlacius. Breiðskífan Rykfall er væntanleg. Hún er töluvert frábrugðin síðustu plötu, Early Warning, sem var samin með Yngva Holm og byggði á útsetningum fyrrum hljómsveitarmeðlima þeirra í Vio, þar sem tónlistaferill Magnúsar hófst. Sveitin sigraði Músíktilraunir árið 2014 og hlaut á sínum tíma tvær tilnefningar til Íslensku Tónlistarverðlaunanna. Myrkvi leit fyrst dagsins ljós árið 2020 með lagi sem naut mikilla vinsælda, Sér um sig.

Sjálfsmynd má heyra hér á Spotify.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -