Nadía Sif Líndal Gunnarsdóttir, áhrifavaldur, sagði frá sambandsslitum sínum í samtali við Fréttablaðið. Nadía missti um tíu þúsund fylgjendur á Instagram eftir opinberun sambandsins. „Það er ýmisegt áhugavert sem gerist í kjölfar þess að áhrifavaldar fara á fast“
„Við hverja færslu á Instagram af okkur saman, missti ég nokkur hundruð fylgjendur.“ Segir Nadía.
Parið sleit sambandinu fyrir áramót en hún segir þau hafa tekið ákvörðun í sameiningu að fara sitthvora leiðina inn í nýtt ár.
Nadía starfar í verslun í Kringlunni ásamt því að semja tónlist ásamt því að vera áhrifavaldur og á samning við fjöldamörg fyrirtæki. „Nú eru fylgjendur allir að taka við sér aftur og ég er spennt fyrir árinu 2022.“