Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Nær ekki í karlmann vegna eigin kynþokka: „Fegurð mín ógnar karlmönnum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kona opnaði sig nýverið um vandamál sín í ástarlífinu og segir karlmenn vera „of hrædda“ til þess að deita hana. Konan er með þúsundir fylgjenda á samfélagsmiðlum og segist hún nú vilja binda enda á biðina og finna hinn eina sanna.

„Ég hef ekki farið á stefnumót eða stundað kynlíf í tvö ár,“ sagði hún og bætti við að starf hennar sem fyrirsæta væri meðal annars ástæðan fyrir því að hún væri á lausu. „Flestir karlmenn eru hræddir við að nálgast mig, síðast þegar ég reyndi að skipuleggja stefnumót, hætti gaurinn við á síðustu stundu. Ég held satt að segja að hann hafi verið hræddur við velgengni mína og fegurð,“ útskýrði fyrirsætan.

Konan glímir við heldur óvanalegt vandamál

Konan þénar milljónir á mánuði en segir hún athyglina sem hún fær frá fylgjendum sínum ekki þá sem  hún þráir í einkalífinu. Þá segist hún hafa prófað stefnumótaforrit til þess að finna drauma prinsinn en allt kom fyrir ekki.

„Karlmenn hafa sagt mér að þeir taki mig ekki alvarlega og að þeir myndu skammast sín fyrir að vera með mér,“ útskýrði hún og bætti við: „Ég hef prófað stefnumótaöpp, en karlmenn virðast halda að þetta sé „fake account“ eða þeir finna vinnutengda efnið mitt á netinu fyrir stefnumótið, og það gerir það mjög óþægilegt. Mér finnst þeir hafa meiri áhuga á að reyna að sofa hjá mér en að komast í veit hver ég er,“ segir fyrirsætan að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -