Föstudagur 27. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Næstríkasti Íslendingurinn: Bróðir Egils keypti glæsihús Skúla

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Davíð Helga­son, einn ríkasti Íslendingurinn sem fæstir hafa heyrt um, keypti glæsihúsið við Hrólfsskala­vör 2 sem áður var í eigu Skúla Mo­gensen. Húsið er eitt glæsi­leg­asta hús lands­ins og stend­ur það á góðum útsýnisstað á Seljarnarnesi.

Setljarnarnesvillan er 609 fm að stærð og keypti Arionbanki húsið af Skúla á 550 milljónir króna. Hins vegar hvíldu á því 449 milljónir sem Skúli hafði fengið að láni hjá bankanum. Skúli kom því út í plús við sölu hússins.

Davíð Helgason er ríki Íslendingurinn sem fæstir hafa heyrt um áður. Hann hefur ekki verið sérstaklega áberandi á Íslandi þrátt fyrir að hann sé líklega næstríkastur núlifandi Íslendinga eins og sjá má af því að hann er kominn inn á lista Forbes um ríkasta fólk heims. Davíð er einn stofnenda fyrirtækisins Unity sem framleiðir hugbúnað fyrir tölvuleiki en hlutabréf í því félagi hafa hækkað gífurlega eftir að það var skráð í Kauphöll New York. Hann á hlut í félaginu og er virðið talið vera um 144 milljarðar króna sem er meira en markaðsvirði áðurnefnds Arion banka. Líklega er Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir sá eini sem er ríkari en Davíð en í fyrra var auður hans metinn á 254 milljarða íslenskra króna

Þrátt fyrir að Davíð sé lítt þekktur á Íslandi þá þekkja flestir nánustu fjölskyldu hans. Hann er sonur Sigrúnar Davíðsdóttur, fréttamanns RÚV í London, og Helga Guðmundssonar, prófessors í íslenskum fræðum, sem er jafnframt faðir Egils Helgasonar fjölmiðlamanns og Höllu Helgadóttir. Annar Bróðir Davíðs er svo Ingvar Helgason fatahönnuður.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -