Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-8.2 C
Reykjavik

Næturfrost og Bekkurinn minn – fjölmennt í útgáfuhófi nýrra barnabóka – Myndir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rithöfundahjónin Gunnar Theodór Eggertsson og Yrsa Þöll Gylfadóttir, ásamt myndhöfundinum Iðunni Örnu, héldu nýlega stórskemmtilegt útgáfuboð. Tilefnið var útgáfa bókanna Næturfrost (úr bókaflokknum Furðufjall) eftir Gunnar Theodór, og bókanna Varúlfurinn og Jólaleikritið (úr bókaflokknum Bekkurinn minn) eftir þær Yrsu Þöll og Iðunni Örnu.

Gunnar Theodór hefur haslað sér völl sem einn fremsti fantasíuhöfundur landsins og hefur áður kætt og hrætt börn og ungmenni með ævintýralegum sögum sínum um Drauga-Dísu og Steindýrin. Nýjasta bók hans, Næturfrost, er framhald af bókinni Nornaseiður, sem kom út í fyrra, og hefur nú þegar fengið frábæra dóma.

Yrsa Þöll og Iðunn Arna stimpluðu sig rækilega inn í barnabókasenuna fyrir tveimur árum, með tilkomu bókaflokksins Bekkurinn minn. Bækurnar hafa algjörlega slegið í gegn og er vandfundið það barn á yngsta stigi grunnskóla sem ekki hefur lesið bækurnar um Nadiru, Bjarna Frey og öll hin börnin og uppátæki þeirra. Nú voru að koma út fimmta og sjötta bókin í bókaflokknum, ásamt laufléttum útgáfum af bókum 1-4, sem henta enn betur byrjendum í lestri. Allt í allt komu út sjö bækur eftir þær stöllur í ár!

Það var fjölmennt í boðinu og krökkt af krökkum, sem dunduðu sér við að lita myndirnar eftir Iðunni Örnu og Fífu Finnsdóttur, sem myndlýsir nýjustu bækur Gunnars.

Andi hrekkjavökunnar sveif yfir vötnum og mátti sjá ýmsar furðuverur á sveimi: nornir, vampírur og varúlfa, en Lína langsokkur og köngulóarmaðurinn litu líka við. Yrsa Þöll kinkaði eilítið kolli til varúlfsins í samnefndri bók sinni en Gunnar tók þemað aðeins lengra og var sjóræningadraugur.

- Auglýsing -

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar ljósmyndir af útgáfuhófinu, sem Eva Schram tók.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -