Laugardagur 16. nóvember, 2024
0.6 C
Reykjavik

Nágranna-leikkonan Joan Sydney er látin: „Ég dýrkaði hana“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nágrannaleikkonan Joan Sydney er látin, 83 ára að aldri.

Hin bresk-ástralska leikkonan Joan Sydney, sem frægust var fyrir leik sinn í sápuóperunum A Country Practice og Neighbours, lést á miðvikudaginn, 83 ára gömul eftir langa baráttu við veikindi. Lést hún á heimili sínu í Sydney.

Sydney lék Margaret Sloan í sápuóperunni A Country Practice á níunda áratugnum. Hlaut hún áströlsku sjónvarpsverðlaunin árið 1989 fyrir leik sinn í þáttunum. Þá sló hún í gegn í hinum geysivinsælu þáttum Nágrannar en þar lék hún hina skeleggu Völdu Sheergold frá 2002 til 2008.

Leikkonan fæddist í London en ólst upp í Wales. Lærði hún leiklist í Oldham Repertory Theatre. Árið 1957 birtist hún fyrst á hvíta tjaldinu í kvikmynd, byggða á leikritinu When We Are Married, er hún var 21 árs gömul. Árið 1965 flutti hún til Perth í Ástralíu en flutti svo síðar til New South Wales.

Aðdáendur og samleikarar hafa minnst leikkonunnar á samfélagsmiðlum.
„Takk fyrir allt sem þú kenndir mér, ástina, vinskapinn og margar minningar sem við deildum og verða geymdar að eilífu,“ skrifaði Sally-Anne Upton, vinkona hennar og samleikari en þær léku saman í síðasta sjónvarpsverkefni Sydney, Miss Fisher´s Murder Mysteries.

Shane Withington sem lék með Sydney í A Country Practice tvítaði: „Gamanleikur er aldrei eins auðveldur og hann sýnist en þessi dama lét það líta út eins og það væri áreynslulaust. Ég dýrkaði hana.“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -