Aðdáendur ástrálsku sápuóperunnar Nágrannar geta hætt að gráta sig í svefn því nú er ljóst að Karl og Susan, Kartan, Paul og fleiri íbúar Ramsay-strætis snúa aftur á skjáinn aðeins nokkrum mánuðum eftir að framleiðslu á þáttunum var hætt.
Þessir vinsælu þættir voru sýndi í heil 37 ár samfleytt þar til ákveðið var að hætta framleiðslu á þeim. Í lokaþættinum fyrir nokkrum mánuðum birtust gömul og heimsfræg andlit en mörg þeirra byrjuðu feril sín í Ramsey-stræti. Af þeim sem snéru aftur í lokaþáttinn má nefna Kylie Minogue, Margot Robbie, Guy Pearce, Jason Donovan og Natalie Imbruglia.
Nú hefur fyrirtækið Amazon Freevee ákveðið að bjarga þáttunum og byrja sýningar á nýjum þáttum um mitt næsta ár. Munu áhorfendur einnig geta horft á þúsundir fyrri þátta.
Í yndislegu myndbandi sem hægt er að sjá hér fyrir neðan kemur Susan Kennedy á hlaupum og segir Karli eiginmanni sínum og Körtunni frá gleðifréttunum. Þau hringja svo myndsímtal til Paul Ramsey sem flestir elska að hata og segja honum fréttirnar. Hann þykist vera upptekin en segist svo ætla að mæta aftur.
🚨 Breaking News from Erinsborough! 🚨
Neighbours will return for a brand-new series next year exclusively on @AmazonFreevee, alongside thousands of episodes from previous seasons to stream as you please. 🎉 pic.twitter.com/1Qq2fIPgog
— Neighbours (@neighbours) November 17, 2022