Á morgun fer fram áhugaverð kynning á frumlegri jógakennslu, nefnilega nektarjóga.
Mannlíf sagði frá því um daginn að verkefnið The Naked Yoga Reykjavík sem nokkrir jógakennarar standa fyrir, hefjist brátt í Reykjavík. Og nú á að kynna verkefnið fyrir forvitna og áhugasama. Kynningin fer fram klukkan 16:00 á Loft í Bankastræti.
Sjá einnig: Nektarjóga kynnt á Íslandi: „Tæklum þetta með nærgætni og fagmennsku í fyrirrúmi“
Í lýsingu á kynningaviðburðinum á Facebook er The Naked Yoga Reykjavík útskýrt en tilgangurinn er ansi stór: „Verkefninu er ætlað til að vekja athygli á mikilvægi þess fyrir geðheilsuna okkar að byggja upp góða tengingu milli líkamans og hugans, skapa holla sjálfsmynd og líkamsímynd, efla sjálfsmildi og samkennd með öðrum, minnka óþarfa gagnrýni og losa okkur við óraunhæfa fegurðarstaðla.“
Það sem fram fer í kynningunni er eftirfarandi:
Dagskrá:
• Stutt kynning frá stofnendum verkefnisins
• Spurningar & svör og umræða
• Léttar veitingar
• Frábær byrjenda tilboð á online og venjulegum nektarjóga tímum, byrjenda vinnustofum og nektarjóga ferðum („mini-retreats“)
Þá er sérstaklega tekið fram að kynningin fer fram í fötum.
P.s. þetta er EKKI klæðalaus viðburður, mæting í fötum!“
Er fólk svo að lokum beðið um að láta vita á heimasíðu verkefnisins, ætli það sér að mæta á kynninguna, svo hægt sér að gera ráð fyrir veitingunum.