Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Netflix gerir nýja seríu af Borgen

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tilkynnt hefur verið að ný átta þátta sería af hinum gríðarvinsælu dönsku sjónvarpsþáttum Borgen sé nú í vinnslu í samstarfi Netflix og danska ríkissjónvarpsins, DR.

Áætlað er að serían verði sýnd á streymisveitunni árið 2022. Til að hita væntanlega áhorfendur upp og rifja upp það sem á undan er gengið fyrir dyggum aðdáendum Borgen verða fyrri þáttaraðirnar þrjár, sem sýndar voru á árunum 2010-2013, aðgengilegar á Netflix síðar á þessu ári.

Allir aðalleikendur fyrri þáttaraðanna munu taka þátt í þeirri nýju, samkvæmt frétt The Guardian um málið, og sagan mun sem fyrr snúast um líf og störf stjórnmálakonunnar Birgitte Nyborg, sem Sidse Babett Knudsen leikur, og fjölmiðlakonunnar Katrine Fønsmark sem leikin er af Birgitte Hjort Sørensen.

„Við erum óskaplega spennt fyrir því að geta í samvinnu við Netflix vakið Borgen og persónurnar úr þáttunum aftur til lífsins,“ segir Christian Rank, yfirmaður leiklistardeildar DR, og staðfestir að þættirnir verði frumsýndir á DR áður en þeir fara í alþjóðlega dreifingu í gegnum Netflix.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -