Nintendo greinir frá nýrri kvikmynd.
Tölvuleikjarisinn Nintendo hefur gefið það út að þróun á leikinni kvikmynd byggð á Zelda-tölvuleikjunum sé hafin. Þetta kemur ekki á óvart eftir þann ótrúlega árangur sem Mario-kvikmyndinni hefur náð en sú mynd hefur halað inn rúmlega milljarði dollara og sjá stjórnendur Nintendo örugglega fyrir sér gull og græna skóga þegar kemur að Zelda-kvikmyndinni. Zelda-tölvuleikirnir eru með vinsælustu leikjum allra tíma og hafa líka í gegnum tíðina verið taldir með þeim bestu.
Það sem kemur líklega mest á óvart í tilkynningu Nintendo er að fyrirtækið hyggst framleiða myndina í samstarfi með Sony en Nintendo og Sony eru miklir samkeppisaðilar á tölvuleikjamarkaðinum. Myndinni verður leikstýrt af Wes Ball en hann er þekkastur fyrir að leikstýra Maze Runner-myndunum.
Ekki hefur verið gefið út hvenær myndin á að koma út.