Mánudagur 18. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Kvikmynd Þórðar fær góða dóma eftir frumsýningu á kvikmyndahátíð – Sagður eiga framtíðina fyrir sér

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kvikmyndin The Damned sem Þórður Pálsson leikstýrði var í gær frumsýnd á hinni virtu Tribeca kvikmyndahátíð og óhætt er að segja að fyrstu dómar um myndina hafi verið góðir en þeir voru allir jákvæðir.

Myndin er hryllingsmynd með sálfræðilegu ívafi sem gerist árið 1874 í afskekktu íslensku þorpi og segir frá Evu, sem byrjar að missa sjónar á gildum sínum þegar hún verður fyrir barðinu á grimmilegu samfélagi sínu. Hún var tekin upp á Vestfjörðum og lauk tökum snemma í fyrra. Odessa Young og Joe Cole fara með aðalhlutverk myndarinnar en þekktasti leikari hennar er þó án efa Íslandsvinurinn Rory McCann sem lék Sandor Clegane í 38 þáttum af Game of Thrones.

Gagnrýnendur eru á einu máli um þarna sé góð hryllingsmynd á ferðinni og benda þeir sérstaklega á einstakt andrúmsloft, kvíða og spennu sem Þórður nær að skapa ásamt frábærri frammistöðu aðalleikaranna. Þá er Þórður sagður eiga góða framtíð fyrir sér í kvikmyndabransanum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -