Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Ný ljóðabók eftir Gísla Þór Ólafsson komin út – Hafið… 20 cm í landabréfabók

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á dögunum kom út 8. ljóðabók Gísla Þórs Ólafssonar, Hafið… 20 cm í landabréfabók. 

Í bókinni er boðið upp á ljóð um sammannlegar tilfinningar og á mannamáli þótt höfundur daðri á stundum við óvæntar myndir og líkingar. Velt er upp og snúið upp á hugmyndir um karlmennskuna en áhugasvið ljóðmælanda eru mikið til á skjön við hefðbundin karlmennskuleg gildi. Höfundur hefur áður ort um það hvernig samfélagið mótar okkur í norm og er hann hér enn á þeim slóðum. Inní þetta tvinnast allskonar tilfinningar og hugleiðingar rétt rúmlega fertugts karlmanns og er stiklað á innra lífi hans og viðbrögðum, en hann finnur sig betur í því að fara eigin leiðir heldur en að fylgja hinu hefðbundna út í æsar. Hafið… 20 cm í landabréfabók er 8. ljóðabók höfundar, en hann hefur einnig gefið út 5 plötur undir flytjandanafninu Gillon og nefnist sú nýjasta Bláturnablús, en hún kom út í fyrra. Árið 2013 kom út platan Bláar raddir en hún inniheldur lög við ljóð Geirlaugs Magnússonar.

Friðsæld

Var að hugsa um þetta friðsæla aðfangadagskvöld hjá okkur

og fannst eins og ekkert gæti grandað því

-engin áföll, ekkert áfall.

- Auglýsing -

Ekkert stríð, engin öskur, enginn alkóhólismi

ekkert rifrildi, ekkert ofbeldi.

- Auglýsing -

Engin veira. Enginn vírus.

Engin sprenging, ekkert slys.

Ekkert slíkt væri þá stundina

neinsstaðar í heiminum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -