Mánudagur 13. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Ný ljósmynd úr framhaldsmyndinni um Jókerinn birt í gær: „Gleðilegan Valentínusardag“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrsta ljósmyndin af Lady Gaga í framhaldsmyndinni um Jókerinn hefur nú litið dagsins ljós. Sýnir hún Gaga og Joaquin Phoenix horfast stíft í augu í hlutverkum sínum.

Kvikmyndin mun heita Joker: Folie À Deux, en hún fylgir eftir hinni gríðarlega vinsælu Joker sem kom út fyrir sléttum fimm árum. Það var leikstjóri framhaldsmyndarinnar, Todd Phillips sem deildi ljósmyndinni á Instagram og skrifar við hana í tilefni dagsins í gær: „Gleðilegan Valentínusardag.“

Á myndinni sést aflituð Gaga starandi af ákefð í augu Jókersins sjálfs, sem leikinn er af Joaquin Phoenix, sem mætir aftur í hlutverk hiðs sturlaða illmenni í DC-myndasögunni um Batman. Gaga er með rauða andlitsmálningu klessa á vörum hennar og nef en virðist málningin koma frá Jókernum, sem er eðli málsins samkvæmt, málaður eins og trúður. Phoenix sést stara af sömu ákefð til baka á Gaga en þó af meiri aðdáun en sjokki, líkt og lesa má úr augum sönkonunnar.

Geðveik ást.
Ljósmynd: Instagram-skjáskot
Samkvæmt ET hefur Gaga látið lítið fyrir sér fara á meðan á tökum myndarinnar hafa staðið yfir en heimildarmaður slúðurmiðilsins sagði í síðasta mánuði að „Gaga hefur verið að einbeita sér að vinnu sinni og því látið lítið fyrir sér fara. Hún hefur gjörsamlega sökkt sér í Joker-framhaldið og mest öll orka hennar hefur farið í það. Hún er algjörlega í essinu sínu og vill negla þetta.“

Gaga mun leika samsærismann og elskhuga Jókersins, Harley Quinn, sálfræðing hans á hælinu sem fellur fyrir honum.

Lady Gaga hefur undanfarin ár slegið í gegn á leiksviðinu en hún fékk tilnefningu til Óskarsverðlaunanna fyrir besta leik í aðalhlutverki fyrir hlutverk hennar í kvikmyndinni A Star Is Born árið 2018. Þá þótt hún sýna góða spretti í kvikmyndinni House of Gucci árið 2021.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -