Sunnudagur 12. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Nýársheiti Önnu Kristjáns: „Svo ætla ég að labba heilan helling þó án þess að detta “

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Anna Kristjáns ætlar sér að verða betri í spænskunni á nýja árinu, sem og ganga meira, án þess að detta.

Í fyrstu dagbókarfærslu ársins 2024 segir Anna Kristjánsdóttir frá nýársheitum sínum. Eins og alþjóð veit býr Anna í Los Cristianos á Tenerife eða í Paradís eins og hún kallar eyjuna. En hvaða nýársheit eru það? Betri spænskukunnátta er eitt þeirra en hún hefur notast við tungumálasmáforritið Dualingo undanfarin ár.

„Eins og ég hefi áður bent á hefi ég náð 77.000 stigum meira í Duolingo en ég hafði ætlað mér á árinu 2023. Ég hefi hugsað mér að fara í 260.000 stig á þessu nýja ári sem eru þá 48.000 stig alls eða 4.000 stig á mánuði. Ég viðurkenni að spænskan hefur verið mér erfið, enda orðin 72 ára gömul, en ég reyni samt og þegar ég á erindi í verslanir, reyni ég að beita spænskunni þótt verslunarfólkið svari mér oft á ensku. En það er þeirra vandamál að þau kunna ekki nóg í þessu eðla tungumáli sem spænskan er.“

En þetta er ekki eina heitið hennar Önnu en hana langar í „kjólinn fyrir jólin“ eins og svo margir samlandar hennar.

„Á sjö mánuðum liðins árs náði ég af mér 12 kílóum. Ætli ég reyni ekki að ná átta kílóum að auki á þessu ári og verð þá komin niður fyrir 80 kg fyrir næstu jól því ég skal í kjólinn fyrir jólin. Svo ætla ég að labba heilan helling þó án þess að detta eins og fyrir nokkru síðan, fara bara varlega, en labba samt. Ég ætla samt hvorki að setja nein markmið í þeim efnum hversu mörg skref eða kílómetra ég mun ganga á þessu nýja ári.“

Þá talar hún um þær utanlandsferðir sem skipulagðar eru á árinu en bendir svo á að það sé fjölmargt sem ekki mun breytast.

„Það stendur ekki til að kaupa nýjan bíl á árinu, ekki kaupa nýja íbúð, kannski nýjan kjól, hinsvegar reikna ég með að geta haldið áfram að tapa á fjárfestingum með því að kaupa fleiri hlutabréf á árinu og vonast til að geta fórnað um tveimur milljónum í hlutabréf á árinu verði einhver arður greiddur. Ekki veitir af ef íhaldið ætlar að fara að hækka skattana á mér frá 1. janúar 2025 sem boðað hefur verið. Ef alvara verður af þessari fyrirætlun íslenskra stjórnvalda neyðist ég til að flytja lögheimilið til Tenerife, enda lægri skattar hér en á Íslandi. Til að útskýra málið, þá er ég með óskráð lögheimili á Íslandi, en með heimilisfesti á Tenerife, er með undanþágu frá greiðslu skatta á Spáni vegna greiðslu skatta minna á Íslandi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -