Í fyrstu dagbókarfærslu ársins 2024 segir Anna Kristjánsdóttir frá nýársheitum sínum. Eins og alþjóð veit býr Anna í Los Cristianos á Tenerife eða í Paradís eins og hún kallar eyjuna. En hvaða nýársheit eru það? Betri spænskukunnátta er eitt þeirra en hún hefur notast við tungumálasmáforritið Dualingo undanfarin ár.
„Eins og ég hefi áður bent á hefi ég náð 77.000 stigum meira í Duolingo en ég hafði ætlað mér á árinu 2023. Ég hefi hugsað mér að fara í 260.000 stig á þessu nýja ári sem eru þá 48.000 stig alls eða 4.000 stig á mánuði. Ég viðurkenni að spænskan hefur verið mér erfið, enda orðin 72 ára gömul, en ég reyni samt og þegar ég á erindi í verslanir, reyni ég að beita spænskunni þótt verslunarfólkið svari mér oft á ensku. En það er þeirra vandamál að þau kunna ekki nóg í þessu eðla tungumáli sem spænskan er.“
En þetta er ekki eina heitið hennar Önnu en hana langar í „kjólinn fyrir jólin“ eins og svo margir samlandar hennar.
Þá talar hún um þær utanlandsferðir sem skipulagðar eru á árinu en bendir svo á að það sé fjölmargt sem ekki mun breytast.