Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.3 C
Reykjavik

Nýjasta örsaga Illuga:„„Alí!“ og svo féllust þeir í faðma og röbbuðu saman á hljómfagurri arabísku“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Illugi Jökulsson skrifaði fallega örsögu í morgunsárið og birti á Facebook.

Illuga Jökulssyni, rithöfundi og fjölmiðlamanni, er margt til lista lagt en eitt af því eru örsögur sem hann birtist reglulega á Facebook en oftar en ekki koma blessuð börnin við sögu en það er þó ekki algilt. Það er aldrei að vita nema örsögurnar endi í bók einhvern tíma enda slá þær yfirleitt í gegn hjá lesendum hans.

Í nýjustu örsögunni, sem birtist í morgun, skrifar Illugi um bílaverkstæði og bræðraþel þeirra sem vinna á slíkum verkstæðum, jafnvel þó þeir vinni á sitthvoru bílaverkstæðinu. Örsöguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:

„Bílaverkstæðin við Smiðjuveginn voru að vakna til lífsins rétt fyrir átta og menn að tínast til vinnu. Það var kalt í lofti en snjórinn sem lá yfir öllu virtist næstum hlýlegur þar sem hann breiddi sig yfir bíla í allskonar ásigkomulagi fyrir utan verkstæðin, dekkjastæður og ónýtar vélar. Lauflétt bensínlykt blakti fyrir hornið á ryðguðum gámi og hvíslaði að mér orðinu „alternator“ þar sem ég stóð og beið eftir leigubíl en þung lykt af smurolíu svaraði þurrlega „knastás“. Maður dúðaður í úlpu gekk frekar kuldalegur í átt að einu verkstæðinu en annar öllu léttklæddari dró hann brátt uppi, brosmildur og glaður í kuldanum kallaði hann: „Alí!“ og svo féllust þeir í faðma og röbbuðu saman á hljómfagurri arabísku áður en þeir skildu aftur og fóru hvor inn á sitt verkstæðið.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -