Baltasar Kormákur er sá Íslendingur sem náð hefur hvað lengst í kvikmyndabransanum – bæði hér heima en þó ekki síður úti í hinum stóra heimi; Hollywood-heimi.
Baltasar var til margra ára kvæntur Lilju Pálmadóttur en þau skildu fyrir rúmum tveimur árum.
Sama ár, 2019, kynntist Baltasar leikmyndahönnuðinum Sunnevu Ásu Weisshappel og nú eru þau formlega komin í sambúð – farin að búa saman.
Parið laglega býr nú saman við Smáragötu 10 í 101 Reykjavík en Baltasar keypti húsið eftir skilnaðinn við Lilju.
Undanfarið hafa Baltasar og Sunneva dvalið mikið í Suður-Afríku en þar hefur Baltasar verið að taka upp nýja kvikmynd.
Baltasar sló fyrst í gegn sem leikari árið 1992 í kvikmyndinni Veggfóður. Hann hefur leikið mörg burðarhlutverk í kvikmyndum og á sviði leikhúsanna.
Hann náði síðan enn meiri frægð sem kvikmyndaleikstjóri – heimsfrægð – og hefur leikstýrt mörgum stórum kvikmyndum í Bandaríkjunum, og þykir Baltasar einn af bestu leikstjórum heims.