Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Nýtt „look“ Beyoncé: „Vildi leika sér að tískunni sem aldrei fyrr“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Söngdívan og fjöllistakonan Beyoncé er þekkt fyrir það, meðal annars, að hrista vel upp í internetinu með reglulegu millibili. Síðasta plata söngkonunnar Lemonade sló heldur betur í gegn þegar hún gaf hana út, óvænt, í apríl 2016. Sú plata er talin vera meistaraverk af tónlistarunnendum, en platan var einnig mjög sjónræn, full af táknmyndum, pælingum um ást og mannréttindi. Nú 6 árum síðar er að vænta nýrrar plötu, en Beyoncé tilkynnti formlega sjöundu stúdíóplötuna sína, sem ber titilinn Renaissance (Endurreisn). Platan á að koma út þann 29. júlí 2022.

Beyoncé. Mynd/skjáskot. Vogue
Beyoncé. Mynd/skjáskot. Vogue

Nýtt „look“ Beyoncé

Í tilefni af nýjustu plötunnar birtist viðtal og myndir af söngkonunni í nýjum stíl í breska Vogue. Ritstjórinn, Edward Enninful, stíleseraði myndatökuna þar sem miklar pælingar voru um það að ná fram hinni „nýju“ Beyoncé. Nokkrum mánuðum fyrir myndatökuna skiptust Beyoncé og Edward á skilaboðum um útlitið, en þar var rætt um spegilkúlur, ljósakassa, höfuðföt og jafnvel rætt um að fá hest á dansgólfið, sem þau hafa látið verða af ef marka má forsíðumynd Vogue.

Settið átti að vera eitthvað alveg nýtt „look“: „Beyoncé vildi leika sér að tískunni sem aldrei fyrr,“ segir Enninful í ritstjóraleiðara sínum í Vogue. Settið varð að passa fullkomlega inn í “glittering retro-futurism” sem var þema myndatökunnar.

„Mér finnst eins og ég og Beyoncé höfum alist upp saman, því tónlistin hennar var alltaf til staðar,“ segir Piotrek aðalhönnuður tískuhússins Area, en hann stóð fyrir heildarútlitinu. „Það er súrrealískt að hugsa til þess að mörgum árum síðar hefur draumur okkar ræst. Við höfum náð stórkostlegum ljósmyndum af dívunni.“

Beyoncé. Mynd/skjáskot. Vogue

„Okkur finnst við hafa unnið mikin tískusigur með því að hanna, sauma og setja saman kjólinn. Við erum þekkt fyrir glæsilegan útsaum, en þessi kjóll er virkilega til heiðurs kjólasaumsins,“ fullyrðir Piotrek sem er annt um að hæfileikar hönnunarteymisins Area tískuhússins fái sinn sess.

Hún vill upplifa heiminn í ró

Á meðan að þessi vinna fór fram, komst ég ekki hjá því að hugsa um alla þá múra sem söngkonan þarf að setja upp til þess að geta lifað nokkuð eðlilegu lífi, útskýrir blaðamaðurinn. Það er stöðugt áreiti á henni. Það var áhugavert að sjá að þeir virðast ekki hafa haft áhrif á að egó-ið hennar. Heldur þvert á móti. Þeir virðast vera þarna svo hún geti sleppt sér og verið meira hún sjálf.

- Auglýsing -
Beyoncé. Mynd/skjáskot. Vogue

Beyoncé nefnir að: „Jörðin mín, hjartað, jarðvegurinn og geðheilsan mín er það sem skiptir mig mestu máli.“ Hún segir að það felist mikil ró og vernd í því að fá að upplifa heiminn með þessi gildi að leiðarljósi. Hún vill upplifa heiminn eins rólega og hægt er. Blaðamaður tekur það fram að það hafi sennilega tekið langan tíma  og mikla andlega vinnu til að komast á þennan stað! Hvort sem það er breyting á orkuflæði hennar, eða eitthvað annað þá virðist hún vera á góðum stað, upplifir blaðamaður Vogue. Hún segir að þessi tíma sé sérlega dýrmætur tími í lífi sínu, en hún er 40 ára og segist líða mjög vel sem móður, listamanni og konu.

Spilaði hittarana sína af nýju plötunni

Beyoncé. Mynd/skjáskot. Vogue

Beyoncé spurði blaðamanninn hvort hann vildi hlusta á nýju tónlistina hennar? Blaðamaður varð hissa að hún hafi boðið honum að hlusta á tónlistina. Hann segist hafa fundið fyrir náladofa þegar hún bar upp spurninguna og spennan hafi magnast þegar þau gengu að hljóðverinu hennar og vinnustofu. Hún tók upp fartölvuna sína og tengdi hana í samband þar sem við sátum í sófanum. Og í rólegheitum spilaði hún aðalhittarana sína á væntanlegri plötu.

Samstundis fylltist herbergið af djúpum takti. Svífandi söngur hennar og takturinn í tónlistinni sameinuðust og á sekúndubroti var ég komin aftur á dansgólfið. Mig langaði að standa upp og byrja að hreyfa mig. Þetta er tónlist sem fær þig til að standa upp, tónlist sem sýnir okkur inn í ólíka menningarheima og aðallega menningu svartra í Bandaríkjunum í fortíð og nútíð. Tónlistin mun sameina fólk á dansgólfinu, segir blaðamaðurinn hughrifinn. Eins og alltaf þegar það snýr að Beyoncé, þá búa lögin hennar yfir vissum ásetningi og hún hefur ekki vikið frá því á nýjustu plötunni.

- Auglýsing -

Sköpunarferlið tók mjög langa tíma, útskýrir Beyoncé, þar sem heimsfaraldurinn gaf henni aukinn tíma til að hugsa og endurskoða hverja einustu ákvörðun.

Endurreisnin

Beyoncé. Mynd/skjáskot. Vogue

Beyoncé hefur tilkynnt næstu plötu sína, Renaissance, komi út þann 29. júlí næstkomandi. Platan er sjöunda sóló-plata tónlistarkonunnar og sú fyrsta frá 2016 þegar hin mjög svo vinsæla Lemonade kom út.

Tónlistarkonan eyddi nýverið prófílmyndum sínum á samfélagsmiðlum og breytti upplýsingum um sig á Instagram og Twitter þannig að á síðu hennar stendur nú einungis: „act i, RENAISSANCE; 7.29“.

Streymisveiturnar Spotify, Apple Music, Tidal og Youtube hafa einnig staðfest fréttirnar um plötuna með mynd sem stendur á „Act i, Renaissance“.

Beyoncé. Mynd/skjáskot. Vogue

 

Beyoncé. Mynd/skjáskot. Vogue
Beyoncé. Mynd/skjáskot. Vogue
Beyoncé. Mynd/skjáskot. Vogue

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -