Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

O (Hringur) eftir Rúnar Rúnarsson valin til keppni í Feneyjum: „Ingvar er alveg ótrúlegur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á blaðamannafundi klukkan tíu í morgun tilkynnti Alberto Barbera, listrænn stjórnandi hinnar virtu kvikmyndahátíðar í Feneyjum, fyrstu myndirnar sem hafa verið valdar fyrir komandi hátíð í haust.

Nýjasta stuttmynd leikstjórans Rúnars Rúnarssonar, O (Hringur), með Ingvari Sigurðssyni í aðalhlutverki, var valin til að keppa um aðalverðlaun stuttmyndakeppninnar í Feneyjum.

Rúnar Rúnarsson. Ljósmynd: Aðsend

O er ljóðræn frásögn af manni sem vill standa sig en hans helsta hindrun er hann sjálfur.

Verður þetta í áttugasta og fyrsta skiptið sem þessi árlega kvikmyndahátíð fer fram sem gerir hana af einni þeirri elstu í heiminum. Á hverju ári bítast tvær virtustu kvikmyndahátíðar heims, Feneyjar og Cannes, að frumsýna helstu myndir ársins. 

Það hefur verið skammt stórra högga á milli hjá Rúnari í ár en í vor frumsýndi hann kvikmyndina LJÓSBROT sem opnunarmynd á Kvikmyndahátíðinni í Cannes og hlaut myndin standandi lófaklapp áhorfanda í fimm mínutur sem og frábæra dóma kvikmyndagagnrýnenda. Til að mynda hafa helstu kvikmyndatímarit heimsins, Hollywood Reporter og Screendaily, sett Ljósbrot á sína lista yfir bestu myndirnar á þessari Cannes hátíð.

- Auglýsing -
Leikstjórinn og leikarar Ljósbrots á rauða dreglinum.
Ljósmynd: Aðsend

Rúnar á blaðamannafundinum:

„Við erum náttúrulega voðalega ánægð með þennan heiður sem myndirnar okkar hefur hlotið. Þetta er mikið til sama fólkið sem er á bakvið myndavélina sem kemur að bæði O og Ljósbrot. Við erum ótrúlega stolt af og þakklát þessu fólki. Þessi vegferð sem O og Ljósbrot eru á, eru einnig gríðaleg viðurkenning fyrir Íslenska kvikmyndagerð. Fyrir það mikla starf sem stjórnvöld og einkaaðilar hafa unnið undanfarin ár.“

Heather Millard framleiðandi:

- Auglýsing -

„Okkur hlakkar til að frumsýna myndirnar heima á Íslandi. Við byrjum á Ljósbrot um miðjan ágúst, í samstarfi við Sambíóin. Þó að myndin hafi verið að fá upphefð erlendis að þá erum við að gera mynd fyrir íslenska áhorfendur, mynd sem gerist í íslenskum veruleika. Húmor flyst ekki alltaf á milli landa. Við erum svolítið spennt að heyra hversu mikið íslendingar hlæja og hvar, miðað við áhorfendur í Cannes.“

Rúnar:

„Skilmálar stóru hátíðanna eru að þar séu heimsfrumsýningar. Þannig að eftir Feneyjar í byrjun september að þá munu myndirnar vera sýndar saman í ákveðnum kvikmyndahúsum. Íslendingar vita hversu góður leikari Ingvar Sigurðsson er þannig að það er svo sem ekkert nýtt. En hann er alveg ótrúlegur í þessari mynd. Ein hans besta framistaða, ef ekki sú besta.“

O er fjórða stuttmynd Rúnars sem vekur athygli á heimsvísu. 

Hinar þrjár eru Krossgötu þríleikurinn (Síðasti bærinn, Smáfuglar og Anna) sem hlutu um eitthundrað alþjóðleg verðlaun og fengu einnig ýmsar aðrar viðurkenningar. Til að mynda var Síðasti bærinn tilnefndur til Óskarsverðlauna árið 2006. Eftir Rúnar liggja einnig kvikmyndirnar; Eldfjall, Þrestir, Bergmál og Ljósbrot, sem hafa verið valdar á sumar af helstu kvikmyndahátíðum heims og unnið til fjöldan allan af verðlaunum.

Upplýsingar um O:

Aðalhlutverk: Ingvar Sigurðsson

Leikstjóri & Handritshöfundur: Rúnar Rúnarsson

Framleiðandi:
Heather Millard, Rúnar Rúnarsson

Meðframleiðendur:
Siri Hjorton Wagner
Jenny Luukkonen, Film i Väst
Valentina Chamorro Westergårdh, SVT

Yfirframleiðendur:
Claudia Hausfeld
Þórður Jónsson
Mike Downey
Lilja Ósk Snorradóttir

Stjórn kvikmyndatöku: Sophia Olsson
Tónlist: Kjartan Sveinsson
Hljóðhönnun: Jesper Miller
Búningahöfundur: Helga Rós Hannam

Leikmynd: Hulda Helgadóttir                                                                                          

Leikgervi: Ásta Hafþórsdóttir

Framleiðslufyrirtæki: Compass Films, Halibut

Meðframleiðslufyrirtæki: [sic] film, Film i Väst og SVT

Sölu- og dreifingarfyrirtæki erlendis: The Party Film Sales

Styrkt af kvikmyndamiðstöð Íslands og Sænsku Kvikmyndamiðstöðinni.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -