Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Of seint fyrir Arnar Eggert að skipta um stjórnmálaskoðun: „Kannastu við Stjörnustríðsmyndirnar?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Arnar Eggert Thoroddsen aðjúnkt og tónlistarsérfræðingur lýsir símtali sem hann átti við Sjálfstæðismann í dag.

Tónlistargúrúinn Arnar Eggert Thoroddsen er skemmtilegur maður, flestir geta sjálfsagt kvittað undir það en í nýrri Facebook-færslu lýsir hann símtali sem hann átti við útsendara Sjálfstæðisflokksins en nú um mundir hringja útsendarar stjórnmálaflokkanna sem óðir séu í grunlausa kjósaendur og reyna að sannfæra þá um að skipta um skoðun, þegar stutt er orðið í kosningar. Svona eins og gengur og gerist. Arnar Eggert er samt ekkert á því að skipta um skoðun, það sé orðið of seint.

Hér má lesa hina skemmtilegu frásögn tónlistargúrúsins:

Óþekkt númer hringir.

A: Halló?
K: Halló. Ég heiti Kristinn og er að hringja fyrir Guðlaug Þór, Brynjar Níelsson og (heyrði ekki).
A: Jahá!?
K: Hvernig sæki ég að þér?
A: Bara ágætlega.
K: Ertu eitthvað farinn að hugsa til kjördags?
A: Nei, en ég hef dálítið gaman af honum Brynjari á Fjasbókinni viðurkenni ég.
K: (Ungur maður auðheyranlega, hvumsa). Jaaá … (hlær).
A: En ég er sósíalisti þannig að ég færi nú seint að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. (Spila mig vitlausan) Ertu ekki annars að hringja fyrir Sjálfstæðisflokkinn?
K: Uuu … jú.
A: Já já, og allt gott með það (ég er að verða eins og gamall bóndi með aldrinum!).
K: En það er þá ekkert sem ég get sagt þér sem myndi fá þig til að skipta um skoðun?
A: Nei. Ég er hræddur um ekki. Kannastu við Stjörnustríðsmyndirnar?
K: Já.
A: Þetta er bara eins og Svarthöfði sagði við Loga: „It’s too late for me son…“
Við tekur hlátur. Við báðir. Kristinn hlær glaðværum hlátri, blandaður ákveðnum feginleika og hreinni hissun. Ég hlæ bara með drengnum í e-u skemmtilegu kaffistuði.
Hversdagsleg mannlegheit á þriðjudegi.
Góðar stundir❤💙

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -