Sunnudagur 22. desember, 2024
-4.3 C
Reykjavik

Ólafur Haukur grætur prentmiðlana: „Mogginn stendur einn eftir og riðar þó til falls“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Ólafur Haukur Símonarson hefur áhyggur af þróun dagblaðanna á Íslandi og skýtur föstum skotum Morgunblaðið í nýlegri Facebook-færslu.

Rithöfundurinn og leikritaskáldið Ólafur Haukur Símonarson skrifar lipra Facebook-færslu þar sem hann talar um þróun dagblaða á Íslandi. Segir hann að í gamla daga hafi fólk haft um fjögur dagblöð að velja úr og nefndi tvö önnur not sem fólk fann fyrir blöðunum.

„Í eina tíð ekki einungis lásu Íslendingar þrjú til fjögur dagblöð dag hvern heldur vöfðu fisksalar þessum dásamlegu fréttamiðlum utan um hið daglega fiskmeti, og síðast en ekki síst skeindu landsmenn sig nær allir á rökföstum leiðurum blaðanna. Sic transit gloria mundi.“

Því næst beinir Ólafur Haukur beittum orðum sínum að Morgunblaðinu:

„Nú er hver að verða síðastur til að lesa íslenskt dagblað prentað á pappír. Mogginn stendur einn eftir og riðar þó til falls. Kvótakóngar og – drottningar ku vera leið orðin á að því greiða hallareksturinn, ekki einu sinni einokun Mbl á stórfréttum af dauðu fólki og jörðuðu nægir til að halda lesendum í krónni. Sjálfur les ég Moggann bara þegar Davíð sjálfur kemur til mín á fimmtudögum og treður blaðinu ásamt tugum síðna af auglýsingarugli inn um bréfarifuna.“

Að lokum segist leikritaskáldið gráta prentmiðlana.

„Í alvöru talað, er þetta ekki dálítið dapurlegt? Ég elska dagblöð, löðrandi í prentsvertu, með svitadropa illa launaðra blaðamanna á hverri síðu. Bónus býður reyndar skeinipappír á verði sem dagblöð geta ekki keppt við. En samt græt ég prentmiðlana – því ég er Guthenbergmaður – og ég fullyrði að Elon X Musk og önnur kríp (skítseiði) sem vilja komast með rafboð sín inn í höfuðskeljar alls heimsins eru milljón sinnum meiri spellvirkjar en bæði Morgunblaðið, Tíminn og Þjóðviljinn á sínum verstu dögum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -