Hin heimsfræga leik- og söngkona Olivia Newton-John er látin. Hún var 73 ára.
Samkvæmt Eonline.com er hin ástralska leik- og söngkona, Olivia Newton-John látin. Lést Grease-leikkonan í morgun á búgarði sínum í Suður Kaliforníu. Tilkynning um andlát Oliviu birtist á Instagram-reikningi hennar en eiginmaður hennar John Easterling birti hana. Olivia var 73 ára að aldri. Samkvæmt færslunni lést hún „friðsamlega“ umkringd fjölskyldu og vinum. Hafði hún barist við brjóstakrabbamein í yfir þrjátíu ár.
„Olivia hefur verið tákn sigurs og vonar í meira en 30 ár og deilt ferðalagi sínu með brjóstakrabbamein,“ segir í færslunni í morgun. „Hennar heilandi innblástur og brautryðjendastarf tengdum jurtalyfjum, heldur áfram í gegnum Olivia Newton-John Foundation Fund, sem er tileinkað rannsóknum á jurtalækningum og krabbameini.“
John Travolta sem lék með henni í hinni geysivinsælu Grease árið 1978, tjáði sig á Instagram-reikningi sínum um andlát Oliviu. „Mín kæra Olivia, þú gerðir líf okkar allra svo miklu betra. Áhrif þín voru ótrúleg. Ég elska þig svo mikið. Við munum sjá þig síðar og við munum öll vera saman aftur. Þinn frá því ég sá þig fyrst og að eilífu. Þinn Danny, þinn John!“
Samkvæmt Eonline.com lætur Olivia lætur eftir sig eiginmanninn John, dótturina Chloe Lattanzi, systur sína Sarah Newton-John og bróður sinn Toby Newton-John.