Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Önnu Kristjáns mjög brugðið er vaknaði á Tenerife: „Um hádegið var hann eitthvað farinn að róast“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Anna Kristjánsdóttir, vélstjóri á eftirlaunum sem búsett er á Tenerife, átti fótum sínum fjör að launa í gærmorgun er hún vaknaði í íbúð sinni. Hún er dugleg að senda frá sér dagbókarfærslur um lífið á eyjunni fögru og segir frá því í nýjustu færslunni hversu henni var brugðið í gær. Anna greip til eiturbrúsa og fægiskóflu í baráttunni við hinn óboðna gest.
Anna hefur nú búið í nokkur ár á Tenerife og hefur orðið vör við talsvert af kakkalökkum á eyjunni, m.a. í þeim íbúðum sem hún hefur búið í. Með því að loka öllum gluggum og dyrum hefur hún náð góðum árangri í baráttunni við meindýrin.
En um helgina gerði Anna afdrifarík mistök og lýsir því á Facebook:
Í fyrrakvöld urðu mér á þau mistök þegar ég skrapp á flugvöllinn að loka ekki svaladyrunum er ég fór af stað, enda sá ég fram á það að vera komin til baka fyrir myrkur. Ferðin á flugvöllinn tók hinsvegar fjóra tíma og löngu komið myrkur er ég loksins komst heim,“ segir hún og heldur áfram: 
„Er ég vaknaði í gærmorgun og opnaði út á svalir, kom stór og pattaralegur kakkalakki út undan stofusófanum og vildi komast út. Eitthvað fórst honum óhönduglega tilraunin til að komast yfir dyrasleðann og féll við það á bakið. Þótt ég hafi þegar verið komin með kakkalakkaeitur í hönd ákvað ég að bíða með að sálga kvikindinu og horfði á hann spriklandi út öllum öngum þar sem hann lá á bakinu. Um hádegið var hann eitthvað farinn að róast og lá eins og dauður á bakinu, en þá hafði ég ekki lengur tíma fyrir neina leiki, sótti fægiskófluna, sópaði greyinu upp í hana og henti yfir á svalir þeirrar sem mér datt helst í hug að hefði gaman af kakkalökkum, þeirrar frönsku. (Sic!) Er ég kom heim aftur tveimur tímum síðar var kakkalakkinn horfinn, en ekki veit ég hvort sú franska hafi tekið hann að sér eða hvort kakkalakkinn hafi farið til þeirrar frönsku óumbeðinn.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -