Fimmtudagur 26. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Ósáttir keppendur Love Island byrjuðu saman: „Ég á skilið að finna ástina“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Love Island keppendurnir Jordan Odofin og Zara Lackenby-Brown eru byrjuð saman ef marka má heimildir breska götublaðsins The Sun. Keppendurnir hittust aldrei á setti en Zara yfirgaf villuna degi áður en Jordan kom. Eftir að heim var komið hófu þau að tala saman á Instagram og eru þau nú yfir sig ástfangin.

Jordan og Zara hittust eftir þættina

Zara sagði í samtali við The Sun að framleiðendur þáttanna hefðu vitað að Jordan væri hennar týpa. „Ég yfir­gaf villuna haldandi það að drauma­maðurinn minn væri ekki til og ör­stuttu síðar gengur Jordan inn. Ég skil að þeir þurfi að fylgja sögu­þráðum en ég á skilið að finna ástina.“ Jordan tekur undir með sinni konu og segir að hann hafi vonast til þess að hitta Zöru. „Áður en ég fór inn var ég spurður hverjar væru í topp þrjú hjá mér og ég sagði að Zara væri númer eitt hjá mér.“ Þá segist hann hafa orðið miður sín þegar hann komst að því að draumastúlkan var farin. „Þannig að eðli málsins sam­kvæmt var ég að leita að henni. Þetta breytti reynslunni mjög mikið fyrir mig, ég var í raun í vina­sam­bandi allan tímann,“ segir hann en Zara birti myndband af þeim á Instagram nýverið þar sem þau virðast afar kát.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -