Mánudagur 28. október, 2024
8.4 C
Reykjavik

Össur á stórafmæli: „Ég fékk staup af ísköldu ákavíti í rúmið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Össur Skarphéðinsson er sjötugur í dag en það sem gerir stórafmælið enn merkilegra er sú staðreynd að á morgun á eiginkona hans sjötugsafmæli.

Afmælisbarn dagsins er vel þekkt enda bæði annálaður húmoristi sem og áberandi sem þingmaður og ráðherra á sínum tíma. Var hann formaður Alþýðuflokksins sáluga sem og Samfylkingarinnar um tíma. Þá gengdi hann nokkrum ráðherrastöðum, þar á meðal var hann utanríkisráðherra Íslands.

Mannlíf heyrði í Össuri og spurði hann hvort og þá hvernig hann héldi upp á daginn. Ekki stóð á svörum:

„Ég fékk staup af ísköldu ákavíti í rúmið og er enn að jafna mig á þeirri léttúð sem virðist hafa gripið konu mina á þessum degi. Morgunmaturinn var svo glas af ískaldri mjólk og heitu dönsku vínarbrauði. Þetta virðist semsagt vera að þróast í dag hinna forboðnu ávaxta. Annars er ég lítill afmælismaður og er enn að jafna mig eftir fimmtugsafmælið þegar ég var formaður stjórnmálaflokks og ríflega þúsund manns komu á Kjarvalsstaði. Það vill svo til að kona mín Árný Erla Sveinbjörnsdóttir er jafngömul mér, þó degi yngri, og er meira afmælisbarn. Svo ég eyði deginum í að undirbúa 70 ára afmæli hennar á morgun. Henni verður þó ekki boðið upp á ákavíti í rúmið.“

Mannlíf óskar hjónakornunum innilega til hamingju með stórafmælið!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -