Össur Skarphéðinsson sendir afmælisbarni gærdagsins kveðju sína á Facebook í morgun en það er enginn annar en Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins og mótherji Össurar á þingi til margra ára.
Líffræðingurinn og fyrrum ráðherrann Össur Skarphéðinsson skrifar skemmtilega færslu í morgun sem hann kallar „Morgunkveðja til Engeyings“ en tilefnið er áttræðisafmæli Björns Bjarnasonar.
Færslan hefst á eftirfarandi orðum:
„Morgunkveðja til Engeyings
Best var samstarf okkar í Þingvallanefnd um 12 ára skeið, þar sem við stóðum saman að margvíslegri uppbyggingu, og gegn áformum Framsóknar um heimskulegar byggingar innan þjóðgarðs. Í miðjum slagnum um fjölmiðlalögin 2004 orguðum við hvor á annan í þinginu um daga en unnum saman um kvöld við að undirbúa að koma Þingvöllum á heimsminjaskrá UNESCO. Það tókst á mettíma og ekki síst að þakka elju hans.“
Össur er síður en svo hættur að mæra Björn í færslu sinni:
„Birni verð ég ævarandi þakklátur fyrir góðan skilning á málefnum stórurriðans, sem á okkar dögum var að deyja út í Þingvallavatni. Drengileg liðveisla hans í verndaraðgerðum fyrir urriðann skiptu miklu máli um afdrif hans á úrslitastundu í sögu stofnsins. Slíkir hlutir skipta máli, a.m.k. fyrir ræfil minn.“
Að lokum endurbirtir Össur bloggfærslu Björns sem fjallar um Össur sjálfan og segir að það muni gleðja afmælisbarnið: