Þriðjudagur 7. janúar, 2025
-4.2 C
Reykjavik

Ótal börn þurfa hjálp vegna tölvuleikjafíknar – Þetta eru mest ávanabindandi leikirnir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í Bretlandi hafa hátt í 500 börn og fjölskyldur þeirra þurft aðstoð vegna tölvuleikjafíknar frá því að miðstöð fyrir tölvuleikjaraskanir opnaði þar í landi seint á árinu 2019. Þetta kemur fram hjá breska blaðinu The Sun.

Nærri níu af hverjum tíu sjúklingum miðstöðvarinnar voru unglingsstrákar og ungir karlmenn.

Sjö sjúklingar sem var vísað til miðstöðvarinnar voru spilarar undir 13 ára aldri með hættulega fíknihegðun.

Sérfræðingar á sviðinu segja fíknina geta orðið svo sterka að sjúklingarnir missi frjálsan vilja og hætti að borða, mæta í skóla og jafnvel að sofa.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) flokkar tölvuleikafíkn til sjúkdóma, í svokölluðum ICD-11 staðli.

„Við tölum við áhyggjufulla foreldra í hverri viku, sem eru að reyna að átta sig á því hvernig þau geti hjálpað barninu sínu,“ segir Nuno Albuquerque, sem fer fyrir meðferðarráðgjöfum hjá Fíknimeðferðarhópi Bretlands (UK Addiction Treatment Group). Hann segist ekki hissa á stærðargráðu vandamálsins í samfélaginu.

- Auglýsing -

Samkvæmt grein The Sun eru eftirfarandi tölvuleikir þeir sem hafa verið flokkaðir sem hvað mest ávanabindandi.

  • Fifa
  • Overwatch
  • Fortnite
  • Minecraft
  • Roblox
  • H1Z1
  • League of Legends
  • Black Desert
  • Warframe

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -