Hollywood-vinirnir Matthew McConaughey og Woody Harrelson gætu verið tengdari en þeir hafa hingað til haldið.
Fram kemur í frétt E News! að fornvinirnir Matthew McConaughey og Woody Harrelson hafi nýlega komið mörgum á óvart með ótrúlegri uppljóstrun. Hún er sú að þeir séu mögulega ekki aðeins fóstbræður, heldur einnig hálf bræður. Þar til nú hefur Matthew trúað því að hann sé sonur þeirra Mary McCabe og James McConaughey en hann er fæddur árið 1969 en Woody er sonur Diane Oswald og Charles Harrons og er fæddur árið 1961. En nú veltir Matthew sem sagt fyrir sér, hvort faðir Woody, sem lést árið 2007, gæti verið faðir hans líka.
„Hvar ég byrja og hvar [Woody] endar, og hvar hann byrjar og ég endar, hefur alltaf verið eins og gruggug lína,“ sagði Matthew í hlaðvarpsþættinum Let’s Talk Off Camera with Kelly Ripa sem fór í loftið 11. apríl. „Og það er partur af bræðalagsást okkar, ekki satt? Börnin mín kalla hann Woody frænda. Hans krakkar kalla mig Matthew frænda. Og þú sérð myndir af okkur og fjölskylda mín heldur oft að myndir af honum, séu af mér. Hans fjölskylda heldur oft að myndir af mér, séu af honum.“
Móðir Matthew, sem er 91 árs gamall rithöfundur, kastaði sprengju í Grikklandi fyrir nokkrum árum þegar hún sagðist hafa þekkt föður Woody en hann var dæmdur leigumorðingi.
„Við sátum saman og vorum að tala um það hversu nánir við værum og okkar fjölskyldur, í Grikklandi fyrir nokkrum árum. Og mamma var þarna og hún sagði, „Woody, ég þekkti pabba þinn“. Allir tóku eftir greinarmerkinu sem mamma setti við orðið „þekkti“. Það var gildishlaðið Þ-E-K-K-T-I.“
Athugasemd móðurinnar fékk fjölskyldurnar til að rannsaka málið frekar.
„Við fórum í það að kryfja það sem þetta „þekkti“ þýddi og fórum í smá stærðfræðikúnstir og komumst að því að pabbi Woody var í orlofi á sama tíma og mamma og pabbi voru að skilja í annað skiptið,“ útskýrði Matthew. „Og svo eru mögulegar kvittanir og staðir í Vestur-Texas þar sem mögulega voru hittingar, eða fundir, eða svona „þekkjast“ augnablik.“
Matthew og Woody hafa ekki enn tekið DNA-próf til að komast að hinu sanna í málinu en það gæti orðið talsverð bið í það.
„Sjáðu, það er talsvert auðveldara fyrir Woody að segja „kommon, tökum DNA-próf“, því hver er áhættan fyrir hann?“ sagði Matthew. „Það er töluvert erfiðara fyrir mig því hann er að biðja mig um að taka þá áhættu á að ég segi „Bíddu aðeins, þú ert að reyna að segja mér að pabbi gæti mögulega ekki veirð pabbi minn, eftir að ég hef trúað því í 53 ár?“. Áhættan er nokkuð meiri mín megin.“