Erpur Eyvindarson rappaði fyrir vini sína í Sri Lanka en bauð svo upp á stórglæsilegan leynigest.
Sverrir Þór Sverrisson, eða Sveppi eins og hann er iðulega kallaður, tróð óvænt upp með Erpi Blazroca Eyvindarsyni í veislu erlendis, sennilega á Sri Lanka en Erpur hefur undanfarið unnið sem leiðsögumaður hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Crazy Puffin, sem sérhæfir sig í ferðum til landa sem fáir ferðast til.
Eigandi fyrirtækisins, Björn Pálsson birti myndskeið og merkti Erp við, í gær en þar má sjá rapphundinn taka hið stórgóða lag Hvítir skór en í stað þess að Ásgeir Trausti tæki viðtalið eins og venjulega, var það enginn annar en Sveppi sjálfur, Sverrir Þór Sverrisson sem kom, sá og sigraði. Hér fyrir neðan má sjá snilldina: